Margir spennandi leikir á Atlamótinu um helgina

Atlamótið var haldið á Akranesi um helgina. Mótið gekk mjög vel og voru margir jafnir og spennandi leikir spilaðir í Íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Í meistaraflokki urðu bæði Ragna Ingólfsdóttir og Atli Jóhannesson úr TBR tvöfalldir meistarar með því að sigra bæði í einliða og tvíliðaleik.

Í A-flokki varð Skagamaðurinn Una Harðardóttir tvöfalldur meistari með því að sigra í tvíliða- og tvenndarleik en hún spilaði einliðaleik í meistaraflokki.

Steinn Þorkelsson og Sóley Bára Bergsteinsdóttir sem bæði spila fyrir Badmintonfélag Akranes urðu tvöfalldir meistarar í B-flokki.

Engum leikmanni tókst að sigra þrefallt í mótinu að þessu sinni. Úrslit allra leikja mótsins er hægt að skoða með því að smella hér.

Myndir frá mótinu verða settar inná heimasíðu ÍA næstu daga. 

Skrifađ 29. oktober, 2007
ALS