Systkinin ═slandsmeistarar Ý tvenndarleik

Íslandsmeistarar í tvenndarleik 2009 eru systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn. Þau sigruðu í úrslitum gömlu kempurnar Brodda Kristjánsson og Elsu Nielsen 21-8 og 21-19.

Í fyrstu lotunni voru Magnús og Tinna með yfirhöndina frá upphafi og sigruðu nokkuð auðveldlega. Í annarri lotunni var hinsvegar meiri spenna í leiknum og töpuðu þau Broddi og Elsa naumlega. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill Magnúsar og Tinnu í tvenndarleik. Lúðvík Geirsson, bæjarstjórinn í Hafnarfirði, afhenti systkinunum Íslandsmeistarabikarana.

Nú er í gangi úrslitaleikur í einliðaleik karla þar sem þeir Helgi Jóhannesson og Hugi Heimirsson etja kappi. Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Meistaramóti Íslands í badminton.

 

Tinna Helgadóttir og Magnús Ingi Helgason

 

Skrifa­ 29. mars, 2009
BH