Meistaramót Íslands - röđ leikja í úrslitum

Í dag verður leikið til úrslita á Meistaramóti Íslands í badminton. Leikið er í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Úrslitaleikir í meistaraflokki verða í beinni útsendingu í Sjónvarpinu og hefst útsending kl. 13.50.

Úrslitaleikirnir verða leiknir í eftirtaldri röð.

Tvenndarleikur
Magnús Ingi Helgason/Tinna Helgadóttir - Broddi Kristjánsson/Elsa Nielsen.

Einliðaleikur karla
Hugi Heimirsson - Helgi Jóhannesson.

Einliðaleikur kvenna
Tinna Helgadóttir - Karitas Ósk Ólafsdóttir.

Tvíliðaleikur karla
Helgi Jóhannesson/Magnús Ingi Helgason - Broddi Kristjánsson/Þorsteinn Páll Hængsson.

Tvíliðaleikur kvenna
Tinna Helgadóttir/Erla Björg Hafsteinsdóttir - Elsa Nielsen/Vigdís Ásgeirsdóttir.

Úrslitaleikir í A, B og öldungaflokkum hefjast kl. 9.00 og er áætlað að þeim ljúki um kl. 11.30. Verðlaunaafhending fer fram að leikjum loknum eða um kl. 11.30. Smellið hér til að sjá lista yfir leiki dagsins.

Á meðan úrslitaleikir í meistaraflokki fara fram býður Badmintonfélag Hafnarfjarðar áhorfendum í vöfflur og kaffi í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Þá fá allir krakkar Svala og blöðrur.

 

Skrifađ 29. mars, 2009
BH