Meistaramót Íslands - dagskrá dagsins

Keppni á Meistaramóti Íslands hefst kl.9.00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu í dag. Fyrstu leikir dagsins eru tvenndarleikir í meistaraflokki. Þá taka við tvenndarleikir í A og B flokki og um kl.10.15 verður leikin ein umferð í tvíliðaleik karla í meistaraflokki.

Áætlað er að átta liða úrslit í meistaraflokki hefjist um kl.14 en undanúrslitin fara fram kl. 19.30-22.00. Reiknað er með því að leikmenn í A, B og öldungaflokkum ljúki keppni kl.19.30.

Smellið hér til að skoða dagskrá laugardagsins 28.mars á Meistaramóti Íslands í badminton.

Skrifað 28. mars, 2009
BH