Hart barist í Hafnarfirđi

Meistaramót Íslands í badminton hófst í Íþróttahúsinu við Strandgötu seinni partinn í dag. Aðstaðan í Strandgötunni var hin glæsilegasta, búið að skreyta hátt og lágt í kringum keppnisvellina flottu.

Mjög hart var barist í leikjum dagsins sem voru óvenju jafnir miðað við fyrstu umferð. Næstum 30% af þeim leikjum sem leiknir voru í dag fóru í oddalotu og enn fleiri í upphækkun. Allir þessir jöfnu og löngu leikir settu tímasetningar mótsins aðeins úr skorðum og lauk því um 40 mínútum síðar en áætlað var.

Smellið hér til að skoða úrslit dagsins.

 

Íþróttahúsið við Strandgötu. Keppni á Meistaramóti Íslands komin í fullan gang.

 

Skrifađ 27. mars, 2009
BH