Meistaramót Íslands hefst í dag

Í dag kl. 17.00 hefst keppni á Meistaramót Íslands í badminton. Mótið fer fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.

Keppni dagsins hefst á tvenndarleik í A-flokki en um hálftíma síðar verður leikin fyrsta umferð í einliðaleik í meistaraflokki karla og kvenna. Önnur umferð í einliðaleik meistaraflokks karla hefst síðan kl. 19.30. Áætlað er að keppni föstudagsins ljúki um kl. 22.30.

Smellið hér til að skoða dagskrá dagsins og nánari tímasetningar einstakra leikja.

 

Skrifađ 27. mars, 2009
BH