Danir Evrópumeistarar U17

Evrópumóti unglinga skipað leikmönnum yngri en 17 ára lauk í Istanbul í Tyrklandi í gær. Danir sigruðu örugglega á mótinu. Sigur þeirra var það öruggur að aðeins silfurverðlaunahöfunum frá Úkraínu tókst að vinna leik gegn þeim en það voru fyrsti og annar einliðaleikur kvenna sem Danir töpuðu gegn Úkraínu í úrslitaleiknum.

Efstu lið mótsins voru eftirfarandi:
1. Danmörk
2. Úkraína
3. Frakkland
4. Pólland
5. Rússland
6. Belgía
7. Spánn
8. Austurríki

Efstu átta liðin voru öll með röðun í mótinu nema Frakkland og Úkraína sem sigruðu nokkuð óvænt sína riðla.  Í þeirra stað var fyrirfram búist við því að Tyrkland og Skotland yrðu meðal efstu liða.

Íslenska liðið átti marga jafna og spennandi leiki á mótinu en náði ekki að vinna landsleik að þessu sinni og enduðu í 28.sæti á mótinu.

Úrslit allra leikja er hægt að skoða með því að smella hér.

Skrifađ 29. oktober, 2007
ALS