═S═ stendur fyrir Ý■rˇttalŠknisfrŠ­irß­stefnu 2. - 4. aprÝl n.k. sem er ÷llum opin

Að þessu sinni verður megin áhersla lögð á íþróttasálfræði. Aðal fyrirlesari ráðstefnunnar verður Dr. Chris Harwood íþróttasálfræðingur við Loghborough háskólann í Bretlandi. Hann er meðal annars í ritstjórn The Sport Psychologist og the Journal of Applied Sport Psychology.

Efni sem Chris Harwood mun fjalla um:
Fimmtud: Íþróttasálfræði fyrir ungt afreksfólk í knattspyrnu.
Föstudag: Rannsóknir á streitu meðal foreldra iðkenda.
Laugard: Að efla hugræna færni gegnum samskipti þín við iðkendur.

Auk hans verða fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar á sviði sálfræðinnar. Meðal þeirra má nefna fyrirlestranna; Vinna íþróttasálfræðings með knattspyrnulið, Vinna íþróttasálfræðings með einstakling, Hugræn færni og árangur í íþróttum ásamt fyrirlestri Sigurðar Ragnars þjálfara kvennalandsliðsins, Hugarfar sigurvegarans.

Meðal annarra atriða sem fjallað verður um á ráðstefnunni eru:

 • Skyndidauði íþróttamanna
 • nýjar reglur í lyfjaeftirliti
 • siðareglur í íþróttum
 • íþróttameiðsl unglinga
 • brottfall úr íþróttum
 • ofþjálfun íþróttafólks
 • áverkar í handknattleik
 • næring og fæðubót
 • fleira

Fyrirlesarar eru:

 • Dr. Chris Harwood íþróttasálfræðingur
 • Dr. Med. Gunnar Þór Gunnarsson hjartalæknir
 • Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson dósent
 • Stefán Ólafsson sjúkraþjálfari
 • Elís Rafnsson sjúkraþjálfari
 • Fríða Rún Þórðardóttir íþróttanæringarfræðingur
 • Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs ÍSÍ
 • Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur
 • Rúnar Helgi Andrason sálfræðingur
 • Haukur Ingi Skúlason meistaranemi í sálfræði
 • Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþj./fræðslustjóri KSÍ
 • Ólafur Rafnsson lögfræðingur/forseti ÍSÍ
 • Helga Magnúsdóttir formaður heilbrigðisráðs ÍSÍ.

Ráðstefnan verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og stendur frá kl. 17-22 fimmtudag og föstudag og frá kl. 10-16:30 á laugardag. Dagskrá og skráningu má nálgast hér eða hafa samband í síma 514-4000. Vinsamlegast skráið ykkur á netfangið namskeid@isi.is í síðasta lagi föstudaginn 27. mars. Skráningargjald er 5.000 krónur. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is eða í síma 514-4000.

Skrifa­ 23. mars, 2009
mg