Ţátttakendum á Meistaramóti Íslands fjölgar á milli ára

Eftir viku hefst Meistaramót Íslands í badminton í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið er mjög fjölmennt í ár en alls hafa 161 leikmenn frá átta félögum skráð sig til keppni. Fjölgun leikmanna milli ára er tæplega 16%.

Mótið hefst á föstudag kl. 17.00 en nánari tímasetningar verða auglýstar eftir helgi.  Leikið verður fram í úrslit á laugardeginum.  Á sunnudag verða spilaðir úrslitaleikir í öllum flokkum og greinum.  Sjónvarpað verður frá úrslitaleikjum í meistaraflokki í Sjónvarpinu.

Niðurröðun og tímasetning leikja kemur inn á heimasíðu BSÍ eftir helgi en styrkleikalistinn verður uppfærður eftir Límtrésmót KR nú um helgina.

Skrifađ 20. mars, 2009
mg