Hvítrússar sigruđu 4:3

Íslenska U17 landsliðið í badminton tapaði naumlega fyrir landsliði Hvíta Rússlands á Evrópumóti unglinga sem fram fer í Istanbul í Tyrklandi um þessar mundir. Ísland varð því í 28. og síðasta sæti á mótinu. Það mátti þó litlu muna að íslenska liðið næði að knýja fram sigur líkt og í leiknum gegn Kýpur í gær.

Fyrsta leik sigraði Kári Gunnarsson örugglega 21-8 og 21-6. Því næst lék Jónas Baldursson einliðaleik og tapaði 21-12 og 21-16. Sunna Ösp Runólfsdóttir tapaði einnig sínum einliðaleik en hann fór 21-11 og 21-12. Þá var komið að Rakel Jóhannesdóttur að stíga á stokk fyrir hönd Íslands. Rakel barðist heldur betur vel, tapaði naumlega 21-19 í fyrstu lotu, vann örugglega 21-9 í næstu lotu en tapaði naumlega eftir framlengingu í odda lotunni 22-20.

Þegar hér er komið við sögu var staðan í leiknum 3:1 fyrir Hvíta Rússland og því nauðsynlegt fyrir íslenska liðið að vinna restina af leikjunum til að eiga möguleika á að vinna landsleikinn. Þeir Egill Guðlaugsson og Kári Gunnarsson sigruðu tvíliðaleik karla í þremur lotum 8-21, 21-19 og 14-21. Tvíliðaleikur kvenna vannst einnig en hann léku Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir.

Þá var komið að síðasta leik viðureignarinnar gegn Hvíta Rússlandi, tvenndarleik sem Jóhanna Jóhannsdóttir og Aron Ármann Jónsson spiluðu fyrir hönd Íslands.  Hvítrússarnir voru sterkari og sigruðu nokkuð örugglega gegn okkar fólki og síðasta sætið á mótinu orðið að veruleika. 

Hægt er að skoða nánari upplýsingar um leikinn gegn Hvíta Rússlandi með því að smella hér. 

Íslenska liðið heldur heim til Íslands á morgun sunnudag. 

Skrifađ 27. oktober, 2007
ALS