Límtrésmót KR um nćstu helgi

Límtrésmót KR verður haldið helgina 21. til 22. mars næstkomandi í Íþróttahúsi KR við Frostaskjól.  Keppt verður í meistaraflokki, A-flokki og B-flokki í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.

Keppendur eru 55 frá 5 félögum, BH, TBR, KR, UMFA og ÍA.  Leikir verða rúmlega 70 talsins.

Mótið hefst klukkan 13 á laugardeginum 21. mars og spilað verður til klukkan 18.  Keppni hefst aftur á sunnudeginum klukkan 10 og gert er ráð fyrir að úrslitaleikir hefjist um klukkan 14.

Skrifađ 19. mars, 2009
mg