Íslandsmót unglinga - fyrsti dagur

Íslandsmót unglinga í badminton fer fram í Mosfellsbæ nú um helgina.  Fyrsti dagur mótsins af þremur fór fram í dag, föstudag.  Mótið fór mjög vel af stað og hófst með flottri setningarhátíð þar sem lúðrasveit lék nokkur lög og keppendur gengu í salinn.

Keppt var í flokkum U-13 og U-15 og leiknar voru ein til tvær umferðir í einliðaleik.  Keppni í U-17 og U-19 hefst á morgun, laugardag.  Einnig var leikinn tvíliðaleikur í stærstu flokkunum. Smellið hér til að skoða úrslit dagsins.

Keppni hefst á ný klukkan 10 í fyrramálið en þá verður leikið fram í úrslit í öllum flokkum.   U-11 lýkur keppni á morgun um klukkan 15:30 og þá verða veittir verðlaunapeningar.

Hægt er að sjá myndir frá mótinu í myndasafninu.  Fleiri myndir koma á morgun, laugardag.

Setningarhátíð Íslandsmóts unglinga í Mosfellsbæ 2009                            Setningarhátíð Íslandsmóts unglinga í Mosfellsbæ 2009

 

Skrifað 13. mars, 2009
mg