Íslandsmót unglinga hefst í dag

Í dag klukkan 16:30 hefst setningarathöfn Íslandsmóts unglinga í Mosfellsbæ.  Mótið er haldið í samvinnu UMFA og Badmintonsambands Íslands.  Keppni hefst klukkan 17:00. 

Í dag er keppt í flokkum U-13 og U-15.  Á morgun er einnig keppt í U-11, U-17 og U-19.  Í flokknum U-11 er eingöngu keppt í einliðaleik.  Áætlað er að keppt verði til klukkan 19:30 í dag.  Að lokinni keppni eða klukkan 20:30 hefst kvöldvaka og bingó.

Hægt er að nálgast upplýsingar um leiki dagsins hér.

Skrifað 13. mars, 2009
mg