Fimmtán ţjálfarar útskrifađir af fyrsta stigi ţjálfaramenntunar

Um síðustu helgi fór þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1C fram á vegum Badmintonsambands Íslands. Fimmtán þjálfarar frá sex badmintonfélögum tóku þátt og luku námskeiðinu. Badmintonþjálfari 1C er þriðja og síðasta námskeiðið á fyrsta stigi þjálfaramenntunar Badmintonsambandsins. Námskeiðið var haldið í Íþróttamiðstöðinni við Laugardal, TBR-húsunum, Íþróttamiðstöðinni Varmá í Mosfellsbæ og í Íþróttahúsinu við Strandgötu.


Þjálfararnir fimmtán hafa nú réttindi til að þjálfa og skipuleggja æfingar hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Á námskeiðinu var farið gaumgæfilega yfir sex högg, unnið með hvernig skipuleggja skuli leikfræðiæfingar ásamt því að þjálfararnir tóku bæði skriflegt og verklegt próf. Allir þátttakendur stóðust prófin með prýði og var kennari námskeiðsins, Anna Lilja Sigurðardóttir, mjög ánægð með hópinn.

Eftirfarandi þjálfarar luku fyrsta stigi þjálfaramenntunar BSÍ um helgina:

Heiðar B. Sigurjónsson, BH
Hulda Jónasdóttir, BH
Kjartan Ágúst Valsson, BH
Tómas Björn Guðmundsson, BH
Eiríkur Bergmann Henn, ÍA
Irena Rut Jónsdóttir, ÍA
Róbert Þór Henn, ÍA
Brynhildur Laufey Brynjarsdóttir, TBA
Brynhildur Svava Ólafsdóttir, TBA
Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, TBR
Vignir Sigurðsson, TBR
Þorbjörg Kristinsdóttir, TBR
Árni Magnússon, UMFA
Sindri Jarlsson, UMFA
Karen Ýr Sæmundsdóttir, Þór Þorlákshöfn

Þá hafa sjö aðrir þjálfarar tekið hluta af námskeiðunum í vetur og geta tekið það sem uppá vantar næst þegar námskeiðin verða í boði:

Anna María Björnsdóttir, TBS – 1A og 1B lokið
Ásgeir Andri Adamsson, TBA – 1A lokið
Daníel Reynisson, KR – 1A lokið
Elín Björg Jónsdóttir, TBS – 1A lokið
Halldóra Elín Jóhannsdóttir, TBR – 1A og hluta af 1C lokið
Hólmsteinn Þór Valdimarsson, Keflavík – 1B og 1C lokið
María Jóhannsdóttir, TBS – 1A og 1B lokið

Þjálfararnir þurfa nú að taka almennan hluta þjálfaramenntunar hjá ÍSÍ áður en þeir geta tekið annað stig þjálfaramenntunar hjá Badmintonsambandinu. Smellið hér  til að skoða nánari upplýsingar um þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar.

Badmintonþjálfari 1C. Glæsilegur hópur ungra og efnilegra badmintonþjálfara. Sindri Jarlsson, Róbert Þór Henn, Þorbjörg Kristinsdóttir, Tómas Björn Guðmundsson, Kjartan Ágúst Valsson, Hólmsteinn Þór Valdimarsson, Heiðar B. Sigurjónsson, Eiríkur B. Henn, Hulda Jónasardóttir, Árni Magnússon, Vignir Sigurðsson, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, Halldóra Elín Jóhannsdóttir, Brynhildur Laufey Brynjarsdóttir, Irena Rut Jónsdóttir, Karen Ýr Sæmundsdóttir og Brynhildur Svava Ólafsdóttir.Badmintonþjálfari 1C.  Eiríkur B. Henn, Heiðar B. Sigurjónsson, Vignir Sigurðsson og Brynhildur Laufey Brynjarsdóttir.Badmintonþjálfari 1C. Irena Rut Jónsdóttir, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, Árni Magnússon og Hulda Jónasardóttir.Badmintonþjálfari 1C. Kjartan Ágúst Valsson, Tómas Björn Guðmundsson og Hólmsteinn Þór Valdimarsson ræða útfærslu högga.
Skrifađ 11. mars, 2009
mg