Íslandsmót unglinga í Mosfellsbæ um næstu helgi

Ungmennafélag Aftureldingar heldur Íslandsmót unglinga þetta árið.  Mótið hefst með setningarathöfn föstudaginn 13. mars klukkan 16:30.  Áætluð mótslok eru sunnudaginn 15. mars klukkan 16:00.  Keppendur eru 264 talsins frá 14 liðum.  Á dagskrá eru 530 leikir.  Þetta er töluverð aukning frá árinu 2008 þegar 153 keppendur tóku þátt.

Á meðan mótinu stendur er frítt í sund að Varmá fyrir keppendur.  Á föstudagskvöldinu hefst kvöldvaka og bingó klukkan 20:30.  Gist verður í Varmárskóla.

Mótsstjóri er Magnús Helgason og mótsstjórn skipa Róbert Þór Henn, Valdimar Guðmundsson, Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, Guðmundur Þór Pétursson, Ingvar Stefánsson og Snorri Hreggviðsson.  Laufey Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Íslandsmóts unglinga 2009.

Á föstudeginum hefst keppni klukkan 17 og áætluð lok dagsins er klukkan 19:30.
Á laugardeginum hefst keppni klukkan 10 og áætluð lok dagsins er klukkan 20:30.  Áætluð lok keppni hjá U-11 er klukkan 15:30 og þá verða verðlaunapeningar afhentir.
Á sunnudeginum hefst keppni klukkan 10 og áætluð lok dagsins er klukkan 14.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Prúðasta liðið fær bikar í lok mótsins.

Skrifað 10. mars, 2009
mg