═sland tapa­i naumlega fyrir Křpur

Það munaði ekki miklu að Íslandi tækist að jafna metin í leik sínum gegn Kýpur og knýja fram úrslitaleik á Evrópumóti U17 í Tyrklandi í dag.

Kári Gunnarsson byrjaði á því að sigra örugglega fyrsta leik Íslands, einliðaleik karla, 21-10 og 21-7. Því næst lék Egill Guðlaugsson fyrir hönd Íslands og tapaði í frekar jöfnum leik 21-16 og 21-17.

Sunna Ösp Runólfsdóttir lék fyrsta einliðaleik kvenna og sigraði nokkuð örugglega 21-13 og 21-10. Elín Þóra Elíasdóttir lék annan einliðaleik kvenna sem fór í þrjár lotur og var mjög spennandi á köflum en þurfti því miður að lúta í lægra haldi 19-21, 21-7 og 21-17.

Þegar hér var komið við sögu var staðan í leiknum gegn Kýpur því jöfn 2-2. Þá var komið að tvenndarleik þeirra Jóhönnu Jóhannsdóttur og Kára Gunnarssonar sem var þriggja lotu baráttu leikur sem lauk með sigri Kýpur 16-21, 21-19 og 21-16.

Nú var ljóst að myndi Kýpur vinna næsta leik, tvíliðaleik karla, væri sigur þeirra í höfn en ef Ísland myndi ná að sigra hann yrði tvíliðaleikur kvenna hreinn úrslitaleikur viðureignarinnar. Þeir Aron Ármann Jónsson og Jónas Baldursson börðust hetjulega fyrir því að stelpurnar fengju að eiga síðasta leikinn en tókst því miður ekki að vinna sigur. Tvíliðaleikur karla tapaðist 21-14, 20-22 og 21-15 og landsleikurinn gegn Kýpur þar með 4-2.

Það er því ljóst að lið Íslands mun leika um síðasta sætið á mótinu gegn liði Hvíta Rússlands á morgun laugardag.

Nánari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér. 

Skrifa­ 26. oktober, 2007
ALS