Heimsmeistaramót landsliða í Kína í maí - liðið valið

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur valið hverjir keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti landsliða í Kína í vor.  Liðið skipa Magnús Ingi Helgason, Helgi Jóhannesson, Atli Jóhannesson, Tinna Helgadóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Karitas Ósk Ólafsdóttir.  Þau koma öll úr TBR nema Karitas sem keppir fyrir ÍA.

Mótið verður í Guangzhou í Kína dagana 10. - 17. maí næstkomandi en ekki er ljóst í hvaða deild lið Íslands mun leika í.  Það mun liggja fyrir í næstu viku og einnig mótherjarnir.

Þetta er sama lið og keppti fyrir Íslands hönd á Evrópumótinu í Liverpool á Englandi fyrr í vetur.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Skrifað 9. mars, 2009
mg