Badminton Europe auglýsir eftir starfsmanni

Aðalstöðvar Badminton Europe (BE) eru í Idrættens Hus í Bröndby í Danmörku. Þar eru þrír starfsmenn í fullu starfi við að sinna badmintonmálum innan Evrópu fyrir hönd aðildarlanda sinna sem eru 51.

Nú stendur til að fjölga starfsmönnum í fjóra og hefur verið auglýst staða svokallaðs þróunarstjóra (Developement Manager). Hlutverk starfsmannsins verður að halda utan um allt þróunarstarf BE sem er ansi fjölbreytt. Meðal verkefna er Evrópuskólinn (sumaræfingabúðir BE), Ólympíuverkefni, Skólaverkefni, Þjálfaramenntun o.fl.

Umsóknarfrestur rennur út 2.mars næstkomandi og er reiknað með að nýr starfsmaður hefji störf 1.maí. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur.

Skrifað 8. febrúar, 2009
ALS