Spennandi námskeið í Ólympíu

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 10. júní til 24. júní n.k.

Íslendingar sem tekið hafa þátt í þessu árlega námskeiði í Ólympíu bera því mjög vel söguna. Frábær upplifun að öllu leiti og einstakt tækifæri fyrir íþróttaáhugafólk. Smellið hér til að skoða skýrslu íslensku þátttakendanna á síðasta námskeiði.

Að þessu sinni er umfjöllunarefni námskeiðsins ólympismi auk þess sem fjallað verður um Ólympíuleikana í Peking í sumar og leiðina til næstu leika í Vancouver.

Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.

Smellið hér til að skoða auglýsingu frá ÍSÍ og hér til að skoða umsóknareyðublað.

Skrifað 11. febrúar, 2009
ALS