═sland spilar um 25.-28.sŠti­ ß EM U17

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum yngri en 17 ára beið lægri hlut gegn Slóvenum á Evrópumóti unglinga í dag. Leikurinn tapaðist 6:1. Kári Gunnarsson vann eina leik Íslands, fyrsta einliðaleik karla. Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir voru nokkuð nálægt því að vinna sinn tvíliðaleik og þau Kári og Jóhanna Jóhannsdóttir töpuðu einnig naumlega í tvenndarleik. Þá þurfti þrjár lotur til að knýja fram úrslit í öðrum einliðaleik karla en þann leik lék Egill Guðlaugsson fyrir Íslands hönd. Hægt er að skoða nánari úrslit leiksins með því að smella hér.

Íslenska liðið endaði í neðsta sæti í riðlinum sínum, F, og mun því leika um 25.-28.sætið á mótinu. Í keppninni um sæti mætir liðið fyrst Kýpur á morgun föstudag. Ef liðið sigrar leikur það um 25.sætið á laugardag en ef leikurinn gegn Kýpur tapast spilar það um 27.sætið.

Skrifa­ 25. oktober, 2007
ALS