Tinna sigraði í úrvalsdeildinni í Danmörku

Landsliðskonan Tinna Helgadóttir hefur æft og keppt með danska félagsliðinu Greve í vetur. Greve er eitt sterkasta badmintonfélag Evrópu og núverandi danskir meistarar. Tinna hefur verið einn af lykilleikmönnum annars liðs félagsins sem leikið hefur í 2.deildinni í Danmörku í vetur. Eftir áramótin hafa hinsvegar komið upp meiðsli í fyrsta liði Greve sem leikur í Úrvalsdeildinni og hefur Tinna því hlaupið í skarðið þar í þremur síðustu leikjum.

Síðastliðin mánudag vann Greve mikilvægan sigur í topp baráttu deildarinn gegn Vendsyssel þar sem Tinna stóð sig svo sannarlega vel. Hún sigraði í einliðaleik kvenna í spennandi þriggja lotu leik gegn Lærke Foldsted. Leiknum var sjónvarpað í danska sjónvarpinu enda um stórviðburð í dönsku badmintoni að ræða.

Sá árangur Tinnu að komast í lið í dönsku úrvalsdeildinni er frábær og hvað þá að ná að vinna leik. Til að gefa betri mynd af því um hversu hátt getustig er að ræða er vert að líta á stöðu liðsfélaga Tinnu í Greve liðinu á heimslistanum. Kenneth Jonassen spilandi þjálfari liðsins var í Ólympíuliði Dana og er númer 17 á heimslistanum í einliðaleik karla. Christinna Pedersen sem spilar tvenndarleikinn fyrir Greve er númer 6 á heimslistanum og þá er Lars Paaske sem einnig keppti á Ólympíuleikunum í sumar númer 3 á heimslistanum í tvíliðaleik.

Tinna Helgadóttir keppti í fyrsta sinn í dönsku úrvalsdeildinni fyrir Greve gegn BS Köbenhavn. Hún tapaði í sínum fyrsta leik en þótti sýna góða takta.

Aðstandendur Greve eru greynilega mjög ánægðir með íslensku landsliðskonuna því þeir spara ekki hrósið til hennar á heimasíðu sinni. Sérstaklega mikið er talað um baráttuna í Tinnu og hvernig hún gefst aldrei upp. Hér að neðan má sjá vísanir í heimasíðu Greve þar sem fjallað er um þátttöku Tinnu í leikjum í Úrvalsdeildinni:

Greve - Vendsyssel
"De afgørende slag blev slået i 1. herresingle mellem Kenneth og den hollandske mester Eric Pang, og i 2. damesingle mellem Tinna og det unge nordjyske talelt Lærke Foldsted. Det var 2 meget jævnbyrdige kampe. I begge tilfælde vandt Greve 1. sæt og tingene så lovende ud. Nøjagtigt samtidigt tabte begge Grevespillere 2. sæt, og der var lige pludselig endnu koldere og mørkere i Greve og omegn.... Tinne var bagud i 3. og afgørende sæt, men fik et imponerende comeback, hvor hun formåede at afgøre duellerne til egen fordel og samtidigt spille uden egne individuelle fejl. Meget flot af Tinna, som kun spillede sin 3. ligakamp. Hun - og Greve - var også særdeles glade over hendes sejr, og der må siges: godt arbejde!"

Greve - Lilleröd
"Som ventet kom Greve desværre bagud, da en ellers godt kæmpende reserve for Wenyan, nemlig Tinna Helgadottir, tabte til Lillerøds gode kinesiske damesingle. Med til historien hører at Lillerød-spilleren, Rong Bo, var kæmpe favorit, men Tinna gjorde en god figur og fulgte flot med i hele 1. sæt, som kun blev tabt med 21/15. Også i 2. sæt var Tinna godt med fra starten, men så var det som om kræfterne slap op. I hvert fald set med en tilskuers øjne, men Tinna skal have ros for hendes fightende indsats. Med fight kommer man langt!"

Greve - BS Köbenhavn
"Klubbens ligadebutant Tinna Helgadottir, som erstattede Li Wenyan, kom i ilden. Efter en nervøs start som debutant mod Nanna Brosolat Jensen spillede hun sig rigtig flot op. Tinna kom aldrig i nærheden af at tage et sæt, og verdensranglisten talte sit sprog. Her er Nanna nr. 47, og Tinna nr. 286. I Greve-lejren havde man håbet, at miraklernes tid ikke var slut, men det var de altså!
Tinna fik trods alt en god debut, og sagde også selv efter kampen:
- Jeg er tilfreds. Okay, jeg var alt for nervøs i starten og kom hurtigt stort bagud, men herefter gik det faktisk godt. Jeg er glad for indsatsen, og håber jeg får chancen igen en anden gang, for det var også en meget lærerig debut."

Næsti leikur Greve í baráttunni um danska meistaratitilinn er gegn Skælskör-Slagelse þriðjudaginn 17.febrúar. Síðasti leikur liðsins áður en til útsláttarkeppni kemur verður síðan fimmtudaginn 19.febrúar gegn Værlöse. Leikurinn gegn Værlöse verður sýndur beint í danska sjónvarpinu og skiptir miklu fyrir Greve uppá að fá heimaleik í undanúrslitum keppninnar.

Vonandi tekst Tinnu að halda sæti sinu í liðinu og fá tækifæri til að spila áfram með hluta af besta badmintonfólki heims.

Tinna Helgadóttir keppti fyrir Greve í dönsku úrvalsdeildinni gegn Vendsyssel og sigraði glæsilega í einliðaleik kvenna.

Myndir með ofangreindri frétt eru birtar með leyfi Greve Strands Badmintonklub. 

Skrifað 6. febrúar, 2009
ALS