KR og Þór með mót um næstu helgi

Badmintondeild KR heldur síðari hluta Óskarsmóts KR í Vesturbænum um næstu helgi. Að þessu sinni verður leikið í A og B flokki en í fyrrihluta mótsins sem fram fór í janúar var keppt í meistaraflokki. Mótið er einliðaleiksmót þar sem keppt er með útsláttarfyrirkomulagi en þeir sem tapa fyrsta leik fara í aukaflokk.

Badmintondeild Þórs í Þorlákshöfn verður einnig með mót um næstu helgi, Unglingamót Þórs. Keppt er í flokkum unglinga U11-U19. Mótið er B-mót og því aðeins ætlað fyrir þá leikmenn sem ekki hafa unnið til verðlauna fyrir sitt félag í opnum mótum.

Síðasti skráningardagur í bæði mót er á morgun þriðjudaginn 3.febrúar.

Skrifað 2. febrúar, 2009
ALS