Hörku keppni í öllum deildum

Deildakeppni BSÍ 2009 lauk í TBR-húsinu síðdegis í dag. Keppt var í þremur deildum; Meistaradeild, A-deild og B-deild. Alls tóku 21 lið frá fjórum félögum auk eins gestaliðs frá Englandi þátt í Deildakeppninni í ár. Hart var barist í öllum deildum og mikið af spennuþrungnum leikjum. Spilaðir voru 48 viðureignir milli liða í mótinu og samtals 344 leikir. Alls tóku rúmlega 200 manns þátt í keppninni á öllum aldri.

Liðið TBR Y urðu Íslandsmeistarar í Meistaradeildinni en liðið TBR X varð í öðru sæti eftir jafnan og spennandi úrslitaleik sem endaði 5-3. TBR vann sér þar með þátttökurétt á Evrópukeppni félagsliða sem fram fer næsta sumar.

Íslandsmeistarar í Meistaradeild - TBR Y. Magnús Ingi Helgason, Daníel Thomsen, Arthur Geir Jósefsson, Bjarki Stefánsson, Elín Þóra Elíasdóttir, Rakel Jóhannesdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Halldóra Elín Jóhannsdóttir.

Röð liða í Meistaradeildinni 2009 er eftirfarandi:

1. TBR Y
2. TBR X
3. TBR Z
4. BH-ÍA 

Í A-deildinni sigraði lið TBR Geitunga annað árið í röð en það voru leikmenn úr keppnishópi unglinga hjá TBR, TBR-Ingar, sem urðu í öðru sæti. Alls tóku 13 lið þátt í keppni A-deildarinnar sem er metfjöldi.

Íslandsmeistarar í A-deild - TBR Geitungar. Sævar Ström, Skúli Sigurðsson, Eggert Þorgrímsson, Jón Tryggvi Jónsson, Geir Svanbergsson, Árni Haraldsson, Áslaug Jónsdóttir, María Thors og Kristín Berglind Kristjánsdóttir.

Röð liða í A-deildinni 2009 er eftirfarandi:

1.   TBR Geitungar
2.   TBR-Ingar
3.   BH gamlir
4.   ÍA - Broddi Kriss
5.   BH ungir
6.   ÍA - Gold
7.   Noodle Express
8.   UMFA
9.   TBR-Sniglar
10. TBR Trukkar
11. TBR Rollur
12. TBR Púkar
13. TBR Jaxlar

Lið Badmintonfélags Hafnarfjarðar BH naglar urðu Íslandsmeistarar í B-deildinni og í öðru sæti voru TBR Vinirnir.

Íslandsmeistarar í B-deild. Georg Andri Guðlaugsson, Böðvar Kristófersson, Jón Sólmundsson, Magnús A. Einarsson, Jón Már Björnsson, Freyja Jökulsdóttir og Ingunn Gunnlaugsdóttir

Röð liða í B-deildinni 2009 er eftirfarandi:

1. BH naglar
2. TBR Vinirnir
3. TBR Drekafangarar
4. TBR Súkkulaðibitar

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja Deildakeppni BSÍ 2009.

Badmintonsambandið þakkar keppendum og áhorfendum mótsins fyrir góðar samverustundir um helgina. Þá fær yfirdómarinn Helgi Jónsson sérstakar þakkir fyrir gott starf.

Myndir af öllum þátttökuliðum keppninnar eru komnar inní myndasafnið hér á síðunni.

Skrifađ 1. febrúar, 2009
ALS