Úrslit Deildakeppninnar ráðast í dag

Þriðji og síðasti keppnisdagur Deildakeppni BSÍ er í dag, sunnudaginn 1.febrúar. Smellið hér til að skoða leiki dagsins.

Í fyrri umferð dagsins sem hefst kl. 10.00 verða leikin undanúrslit í A-deild ásamt fleiri leikjum um sætin þrettán í keppni deildarinnar. Þá leika liðin í B-deild og Meistaradeild síðustu leiki sína í riðlakeppninni.

Síðari umferð dagsins hefst kl. 13.00 en þá verða leiknir úrslitaleikir um öll sæti á mótinu. Áætlað er að verðlaunaafhending fari fram um kl. 16.

Smellið hér til að skoða myndir af þátttökuliðum Deildakeppni BSÍ 2009.

Skrifað 1. febrúar, 2009
ALS