Hart barist í Deildakeppni BSÍ

Í gærkvöldi hófst Deildakeppni BSÍ á fyrstu umferð riðlakeppni A-deildarinnar. Hart var barist í öllum leikjum og var mjótt á mununum í flestum viðureignum.

Í dag laugardaginn 31.janúar hefst keppni kl.9.00 á annari umferð í riðlakeppni A-deildar. Tveimum tímum síðar eða kl.11.00 hefja lið Meistaradeildarinnar og B-deildarinnar keppni. Áætlað er að keppni ljúki um kl.19.00 í dag.

Smellið hér til að skoða leiki dagsins og hér til að skoða myndir af liðunum sem léku í fyrstu umferð A-deildarinnar í gær.

A-deild - TBR Trukkar. Skarphéðinn Garðarsson, Gunnar Bollason, Jóhannes Helgason, Gunnar Björnsson, Víðir Bragason, Jóhann Kjartansson, Haraldur Kornelíusson, Hannes Ríkarðsson, Kristín Magnúsdóttir, Eva Petersen, Unnur Ylfa Magnúsdóttir og Oddný Hróbjartsdóttir.

Trukkarnir mættir aftur til keppni í A-deildinni eftir 2 ára hlé.

Skrifað 31. janúar, 2009
ALS