Deildakeppnin hefst í dag

Deildakeppni BSÍ, Íslandsmót liða í badminton, hefst kl. 19.00 í TBR húsunum í dag. Keppni hefst í A-deildinni í kvöld en lið í Meistaradeild og B-deild hefja ekki keppni fyrr en á morgun. Smellið hér til að skoða leiki dagsins.

Til keppni að þessu sinni er skráð 21 lið frá fjórum í félögum auk eins gestafélags frá Englandi. Mestur fjöldi liða er í A-deildinni eða 13 en í Meistaradeildinni og B-deildinni eru fjögur lið skráð til keppni.

Keppnisyrirkomulagið í meistaradeildinni og B-deildinni er þannig að fjögur lið keppa í riðli, allir við alla. Efstu tvö liðin leika síðan úrslitaleik um fyrsta sætið og neðstu tvö liðin úrslitaleik um þriðja sætið. Sigurliðið í Meistaradeildinni er Íslandsmeistari og keppir fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða.

Í A-deildinni hafa liðin þrettán verið dregin í fjóra þriggja til fjögurra liða riðla. Efstu tvö liðin í hverjum riðli fara í átta liða útsláttarkeppni þar sem keppt er um öll sæti. Neðstu tvö liðin í hverjum riðli fara einnig í útsláttarkeppni þar sem leikið er um 9.-13.sætið.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Deildakeppni BSÍ.

Skrifað 30. janúar, 2009
ALS