Fræðslunámskeið ÍSÍ - Íþróttasálfræði

Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur lengi boðið upp á 20 kennslust. helgarnámskeið í þjálfaramenntun, auk fjarnáms í sömu fræðum. Fræðslusvið ÍSÍ hefur nú breytt fyrirkomulagi 20 kennslustunda námskeiðanna, sett þau í nýtt og aðgengilegra form.  Frá og með febrúar 2009 verða í boði stutt 5 kennslustunda námskeið kl. 17.00-21.00 virka daga.

Námskeið þessi gilda áfram fyrir alla sem vilja sækja sér menntun sem íþróttaþjálfarar og einnig fyrir hverja þá aðra sem vilja fræðast um það efni sem í boði er hverju sinni, s.s. íþróttaiðkendur, stjórnendur, fólk í nefndum og ráðum eða hvern þann aðila sem áhuga hefur á efninu.  Námskeið henta einnig afar vel sem endurmenntun fyrir íþróttaþjálfara.

Dæmi um efni sem fjallað verður um er:

Íþróttasálfræði * Íþróttameiðsl * Næringarfræði íþrótta * Kennslufræði íþrótta * Siðfræði íþrótta * Forvarnir * Lyfjanotkun * Starfsemi líkamans *

Fyrstu fræðslunámskeiðin með þessu nýja fyrirkomulagi verða í boði í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík 12. feb. nk. og í aðstöðu ÍSÍ að Glerárgötu 26 á Akureyri 19. feb. nk.  Efni þessara námskeiða verður íþróttasálfræði. Skráning er á namskeid@isi.is til 10. feb. fyrir námskeiðið í Rvk og til 17. feb. fyrir námskeiðið á Akureyri.  Áríðandi að taka fram á hvort námskeiðið verið er að skrá!  Fram þarf að koma fullt nafn og kennitala.

Allar frekari uppl. gefur sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ í síma 460-1467 eða á vidar@isi.is.

Skrifað 9. febrúar, 2009
ALS