Sviss sigraði Ísland á Evrópumóti U17

Íslenska landsliðið í badminton skipað leikmönnum 17 ára og yngri beið lægri hlut 7:0 fyrir Sviss á Evrópumóti unglinga sem fram fer í Tyrklandi þessa vikuna. Svissneska landsliðið vann alla leiki nokkuð örugglega nema annan einliðaleik karla sem Egill Guðlaugsson var næstum búinn að vinna. Egill tapaði fyrstu lotunni gegn Nicolas Blondel 14-21 en vann næstu 21-19. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit og þar vann sá svissneski 21-17. Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja.

Næsti leikur íslenska liðsins er á morgun gegn Slóveníu. Slóvenar töpuðu naumlega fyrir Austurríki og Sviss í dag, það er því ljóst að það verður við ramman reip að draga hjá okkar fólki á morgun.

Skrifað 24. oktober, 2007
ALS