Katrín og Atli sigruðu á Óskarsmótinu

Síðastliðin sunnudag, 25.janúar, fór Óskarsmót KR fram í Vesturbæ Reykjavíkur. Á mótinu var keppt í einliðaleik í meistaraflokki. Seinni hluti mótsins mun fara fram sunnudaginn 8.febrúar næstkomandi en þá verður keppt í einliðaleik í A og B flokki.

Í meistaraflokki kvenna sigraði Katrín Atladóttir, TBR. Hún mætti í úrslitum Karitas Ósk Ólafsdóttur frá Akranesi. Atli Jóhannesson, TBR, sigraði í meistaraflokki karla. KR-ingurinn Daníel Reynisson varð í öðru sæti eftir að hafa sigrað Daníel Thomsen, TBR, nokkuð óvænt í undanúrslitum.

Smellið hér til að skoða úrslit allra leikja á Óskarsmóti KR 2009.

Atli Jóhannesson og Raul Must (EST)

Atli Jóhannesson sigraði á Óskarsmóti KR um helgina.

Skrifað 27. janúar, 2009
ALS