Sigur og tap í tvíliđaleiknum í Svíţjóđ

Þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason sigruðu andstæðinga sína í fyrstu umferð tvíliðaleiks á alþjóðlega badmintonmótinu Swedish Internationals Stockholm í dag. Hvítrússarnir Aliaksei Konakh og Yauheni Yakauchuk áttu ekki mikla möguleika gegn íslenska parinu sem sigraði 21-14 og 21-14.

Í 16-liða úrslitum mættu Helgi og Magnús Ingi síðan þeim Zvonimir Durkinjak frá Króatíu og Hong Mao frá Kína. Durkinjak og Mao sem þurftu að taka þátt í undankeppni tvíliðaleiksins í gær sigruðu nokkuð sannfærandi 21-15 og 21-12.

Magnús Ingi og Helgi hafa þar með lokið þátttöku sinni í mótinu en í gær féllu þeir báðir út í annari umferð undankeppni einliðaleiks. Smellið hér til að skoða nánari úrslit Swedish Internationals Stockholm.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson

Skrifađ 23. janúar, 2009
ALS