Badmintonkynning á Seyðisfirði

Dagana 19. og 20.janúar hélt Badmintonsambandið kynningu á badmintoníþróttinni fyrir íbúa á Seyðisfirði. Á Seyðisfirði er frábær aðstaða til badmintoniðkunnar, fimm vellir í íþróttahúsinu og lýsing sérstaklega hugsuð fyrir badmintonfólk.

Hjá Badmintondeild Hugins á Seyðisfirði iðka nokkrir fullorðnir einstaklingar badminton en ekkert barna- og unglingastarf hefur verið í gangi hjá félaginu um nokkurt skeið. Mikil áhugi er á meðal barna í bænum að fá að hefja æfingar og er þessa dagana mikil pressa sett á alla fullorðna sem kunna íþróttina eða eru íþróttamenntaðir að koma og þjálfa.

Tæplega sextíu börn og fullorðnir fengu badmintonkennslu á Seyðisfirði þegar Badmintonsambandið var í heimsókn. Allir þátttakendur voru mjög áhugasamir og skemmtu sér vel með spaða í hönd. Smellið hér til að skoða myndir frá heimsókninni.

Heimsókn BSÍ til Seyðisfjarðar 18.-19.janúar 2009. Hressar stelpur sem vilja byrja að æfa badminton. Kristjana, Hugrún, Thelma, Sara, Vilborg, Elísa og Erna Hörn.

Skrifað 20. janúar, 2009
ALS