Sozonov sigraði Magnús Inga

Magnús Ingi Helgason beið lægri hlut fyrir Rússanum Ivan Sozonov í fyrstu umferð einliðaleiks á alþjóðlega badmintonmótinu Yonex Estonian International í morgun.

Í fyrri lotunni var Sozonov með forystu allan tímann og sigraði örugglega 21-13. Seinni lotan var hinsvegar mjög jöfn framan af og það var ekki fyrr en undir lok lotunnar sem Sozonov tók forystuna og sigraði naumlega 21-16. Fyrirfram var Sozonov talinn fjórði sterkasti leikmaður mótsins en hann er númer 83 á heimslistanum og hefur náð mjög góðum árangri á mótum undanfarin misseri.

Eftir hádegi eða kl. 13.30 að íslensku tíma taka þeir Magnús Ingi og Helgi Jóhannesson þátt í tvíliðaleik mótsins í Eistlandi. Andstæðingar þeirra verða Frakkarnir Laurent Constantin og Sylvain Grosjean.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Yonex Estonian International.

Magnús Ingi Helgason

Skrifað 16. janúar, 2009
ALS