Vel heppnuð Afmælishátíð TBR

Síðastliðin laugardag var haldin Afmælishátíð TBR vegna 70 ára afmæli félagsins í desember síðastliðnum.

Hátíðin var hin glæsilegasta en landsliðsmaðurinn og TBR-ingurinn Magnús Ingi Helgason sem jafnframt er menntaður kokkur eldaði kræsingar ofan í gestina. Magnús Ingi var þó ekki eini landsliðsmaðurinn sem starfaði við veisluna því aðrir leikmenn í landslið Íslands í badminton þjónuðu til borðs í veislunni.

Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir formaður Badmintonsambandsins færði TBR-ingum gjöf og hamingjuóskir frá sambandinu við þetta tækifæri.

Myndir og nánari fréttir af Afmælishátíð TBR má finna á heimasíðu félagsins www.tbr.is.

Skrifað 13. janúar, 2009
ALS