Sextán kláruðu þjálfaranámskeið 1B

Um helgina hélt Badmintonsamband Íslands þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1B. Sextán þjálfarar frá sjö félögum víðsvegar af landinu tóku þátt og luku námskeiðinu.

Á námskeiðinu var meðal annars farið yfir tækni og leikfræði fyrir leikmenn í U9 aldurshópnum samkvæmt skilgreiningum Badmintonbókarinnar. Þá var fjallað um hreyfiþroska og hreyfiþroskaþjálfun með ýmsum hætti. Í lok námskeiðsins heimsóttu nemendur Íþróttaskóla Badmintonfélags Hafnarfjarðar og fengu kynningu á fyrirkomulagi hans.

Næsta þjálfaranámskeið Badmintonsambandsins, Badmintonþjálfari 1C, verður haldið helgina 6.-8.mars. Til að geta tekið þátt í námskeiðinu er nauðsynlegt að hafa lokið Badmintonþjálfara 1A og 1B.

Smellið hér til að skoða myndir af þátttakendum námskeiðsins um helgina.

Eftirfarandi þjálfarar tóku þátt í og luku Badmintonþjálfara 1B um helgina:

Anna María Björnsdóttir, TBS
Árni Magnússon, UMFA
Eiríkur Bergmann Henn, ÍA
Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, TBR
Heiðar B. Sigurjónsson, BH
Hólmsteinn Þór Valdimarsson, Keflavík
Hulda Jónasdóttir, BH
Irena Rut Jónsdóttir, ÍA
Karen Ýr Sæmundsdóttir, Þór
Kjartan Ágúst Valsson, BH
María Jóhannsdóttir, TBS
Róbert Þór Henn, ÍA
Sindri Jarlsson, UMFA
Tómas Björn Guðmundsson, BH
Vignir Sigurðsson, TBR
Þorbjörg Kristinsdóttir, TBR

Badmintonþjálfari 1B. Irena Rut Jónsdóttir, María Jóhannsdóttir, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Sindri Jarlsson.

Skrifað 12. janúar, 2009
ALS