Ferðasjóður íþróttafélaga

Frestur til að sækja um í Ferðasjóði íþróttafélaga rennur út 12. janúar næstkomandi. Íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ eru hvött til að sækja um í sjóðinn. Til úthlutunar vegna ferða sem farnar voru árið 2008 eru 59 milljónir.

Badmintonfélög geta sótt um styrk fyrir ferðum á Íslandsmót og mót sem gefa stig á styrkleikalista BSÍ þ.e. A mót unglinga og mót á SPRON mótaröðinni.

Ef spurningar vakna varðandi umsóknarferlið er hægt að hafa samband við Höllu Kjartansdóttur á skrifstofu ÍSÍ í síma 514 4000 eða sendið póst á netfangið halla@isi.is. Svör við algengum spurningum varðandi sjóðinn er að finna á umsóknarsvæðinu sjálfu. Til að komast inn á umsóknarsvæðið smellið hér.

Skrifað 8. janúar, 2009
ALS