Niđurröđun Atlamótsins komin á netiđ

Atlamót ÍA fer fram á Akranesi um helgina en mótið er hluti af Stjörnumótaröð BSÍ. Tæplega sjötíu leikmenn eru skráðir til keppni í meistara-, A- og B-flokkum. Keppni hefst á laugardag kl. 13.30 og leikið verður fram í undanúrslit þann dag. Á sunnudeginum hefst keppni kl. 10.00 en áætlað er að keppni ljúki um kl.16. Mikið af besta badmintonfólki landsins er skráð til keppni í mótinu. Bæði Atli Jóhannesson og Katrín Atladóttir sem eru með forystu á Stjörnumótaröðinni verða með sem og Íslandsmeistarinn Ragna Ingólfsdóttir. Hægt er að skoða niðurröðun mótsins með því að smella hér.
Skrifađ 25. oktober, 2007
ALS