Magnús Ingi sigraði þrefalt

Um helgina fór Meistaramót TBR fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Mótið er hluti af SPRON mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Magnús Ingi Helgason sigraði þrefalt í meistaraflokki karla.

Í einliðaleik sigraði Magnús Ingi Íslandsmeistaran Helga Jóhannesson í úrslitaleiknum. Magnús lék síðan með Helga í tvíliðaleiknum og þar sigruðu þeir félagar Njörð Ludvigsson og Ástvald Heiðarsson í þriggja lotu spennandi úrslitaleik. Magnús Ingi lék með systur sinni Tinnu Helgadóttur í tvenndarleik en í úrslitaleiknum sigruðu þau Snjólaugu Jóhannsdóttur og Atla Jóhannesson í þremur lotum.

Tinna Helgadóttir sigraði í einliðaleik í meistaraflokki kvenna með nokkrum yfirburðum og tapaði ekki lotu á leið sinni að sigrinum. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu gömlu kempurnar Vigdís Ásgeirsdóttir og Elsa Nielsen annað mótið í röð.

Nánari úrslit Meistaramóts TBR 2009 má finna með því að smella hér.

Skrifað 5. janúar, 2009
ALS