Meistaramót TBR um helgina

SPRON mótaröðin í badminton heldur áfram um helgina en þá fer fram Meistaramót TBR í TBR-húsunum. Mótið er það fimmta af tíu mótum sem leikin verða í vetur.

Keppni hefst kl. 10.00 á laugardag en þá verður leikin ein umferð í tvenndarleik. Keppni í einliðaleik hefst kl. 10.30 og verður leikið í riðlum. Reiknað er með því að keppni í einliðaleik standi yfir til kl. 15.30 en þá verður leikinn tvíliða- og tvenndarleikur til loka dagsins sem áætluð eru um kl. 18. Á sunnudeginum verða spiluð undanúrslit og úrslit mótsins. Keppni hefst kl.10.00 og eru mótslok áætluð um kl.15.

Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Meistaramóts TBR 2009. Smellið hér til að skoða stöðu leikmanna á stigalista SPRON mótaraðarinnar 2008-2009.

Skrifað 1. janúar, 2009
ALS