Evrópumótiđ í Liverpool

Badminton England og ferðaskrifstofan Thomson Sport bjóða badmintonáhugafólki allsstaðar að úr heiminum að fylgjast með besta badmintonfólki Evrópu keppa á Evrópumóti landsliða í Liverpool dagana 10.-15.febrúar 2009. Í boði eru þrír misstórir pakkar sem innihalda gistingu, morgunverð og aðgöngumiða á mótið. Verðin eru frá 123 pundum á mann og upp í 448 pund, allt eftir fjölda daga og gæðum gistingar. Nánari upplýsingar um verð og innihald pakkanna sem í boði eru má finna á heimasíðu Badminton Europe.

Íslenska landsliðið hefur keppni á mótinu þriðjudaginn 10.febrúar og mætir þá liði Ungverja. Miðvikudaginn 11.febrúar verða Ítalir andstæðingar íslenska liðsins en síðasti leikurinn í riðlakeppninni er gegn Úkraínu fimmtudaginn 12.febrúar. Útsláttarkeppni mótsins er leikin dagana 13.-15.febrúar. Aðeins eitt lið kemst áfram úr hverjum riðli og er fyrirfram talið ólíklegt að íslenska liðið komist áfram. Smellið hér til að skoða niðurröðun og tímasetningar Evrópumóts landsliða 2009.

Skrifađ 30. desember, 2008
ALS