Sigríđur, Margrét, Egill og Sunna ósigruđ

Fjórða unglingamót vetrarins, Jólamót unglinga, fór fram í TBR-húsunum laugardaginn 21.desember síðastliðin. Á mótinu var keppt í einliðaleik í aldursflokkunum U13-U19. Mótið var fjölmennt og spilaðir voru margir spennandi leikir. Smellið hér til að skoða öll úrslit mótsins.

Fjórir leikmenn sem sigruðu í sínum flokkum á Jólamótinu hafa náð þeim frábæra árangri að sigra í einliðaleik í öllum fjórum mótunum sem lokið er á keppnistímabilinu. Leikmennirnir eru Sigríður Árnadóttir, TBR, í U13, Margrét Jóhannsdóttir, TBR, í U15, Egill Guðlaugsson, ÍA, í U19 og Sunna Ösp Runólfsdóttir, TBR, í U19. Þær Margrét og Sigríður hafa einnig sigrað alla sína leiki í tvíliða- og tvenndarleik.

Sjá nánar um frammistöðu leikmanna í vetur á styrkleikalistum BSÍ.

Skrifađ 29. desember, 2008
ALS