U17 li­ ═slands tapa­i fyrir AusturrÝki

Landslið Íslands í badminton skipað leikmönnum 17 ára og yngri er nú við keppni á Evrópumóti unglinga í Tyrklandi.Liðið lék sinn fyrsta leik í morgun þar sem það beið lægri hlut fyrir Austurríki 1:6. Lið Austurríkis er með röðun í riðli Íslands og því má segja að úrslitin séu nokkurn vegin eftir bókinni.

Kári Gunnarsson var sá eini í íslenska liðinu sem vann sinn leik en hann spilaði fyrsta einliðaleik karla og sigraði 21-11 og 21-13. Þær Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir voru mjög nálægt því að vinna tvíliðaleik kvenna en þær töpuðu 21-18 og 21-19. Nánari úrslit úr leiknum Ísland - Austurríki er hægt að skoða með því að smella hér.

Næsti leikur íslenska liðsins verður leikinn síðar í dag gegn Sviss. Hægt er að skoða alla leiki Íslands í riðlinum með því að smella hér.

Smellið hér til að skoða mynd af íslenska U17 landsliðinu í badminton.

Skrifa­ 24. oktober, 2007
ALS