Íţróttaiđkun barna og unglinga í krepputíđ!

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur reglulega fyrir hádegisfundum um ýmis málefni sem brenna á íþróttahreyfingunni. Síðasti hádegisfundur ársins verður haldinn í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal í dag föstudag kl. 12.00. Fyrirlesturinn þennan hádegisfund ber yfirskriftina „Íþróttaiðkun barna og unglinga í krepputíð".

Haukur Haraldsson sálfræðingur hjá félagsþjónustunni í Hafnarfirði mun fjalla um hvaða áhrif ástandið í þjóðfélaginu getur haft á börn og unglinga. Haukur mun m.a. leita svara við eftirtöldum spurningum:

Hvernig kemur þetta fram í íþróttaiðkuninni og félagsstarfinu?
Hvernig getum við stutt betur við iðkendur og fjölskyldurnar?
Hverju þurfa íþróttafélögin að huga að?
Hvað með utanumhald starfsfólks íþróttafélaga?

Að loknum fyrirlestrinum verða leyfðar fyrirspurnir eins og á fyrri hádegisfudum ÍSÍ. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Skrifađ 12. desember, 2008
ALS