Magnús og Helgi hoppa upp heimslistann

Alþjóða Badmintonsambandið (BWF) gaf út nýjan heimslista í dag. Landsliðsmennirnir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason hafa stokkið upp listann að undanförnu. Aðrir íslenskir leikmenn hafa ekki tekið þátt í alþjóðlegum mótum síðustu misseri.

Í einliðaleik fór Magnús Ingi Helgason upp um 53 sæti milli vikna en hann er nú í 223.sæti. 16-liða úrslitin á Írska mótinu um síðustu helgi gáfu Magnúsi mörg stig og eru ástæða þessarar hækkunar. Í upphafi árs var Magnús númer 349 á heimslistanum og hefur því farið upp um 126 sæti á árinu. Helgi Jóhannesson er nú í 384.sætinu í einliðaleik og er það hækkun um níu sæti milli vikna.

Tvíliðaleikurinn hjá þeim Magnúsi Inga og Helga hefur gengið vel í ár. Þeir eru nú í sæti 118 á heimslistanum en voru í 142.sæti í síðustu viku. Sigur þeirra á mótum í Slóvakíu og Kýpur gáfu mörg stig auk þess sem 16-liða úrslitin í Írlandi um síðustu helgi skiptu líka máli. Magnús Ingi og Helgi hafa nú sex mót á bakvið heimslistastöðu sína í tvíliðaleik.

Til að heimslistinn gefi rétta mynd af getu leikmanna þurfa þeir að hafa amk tíu mót á bakvið heimslistastöðu sína. Miðað við gengi þeirra Magnúsar og Helga að undanförnu ættu þeir að geta verið töluvert ofar á heimslistum með fleiri mótum.

Smellið hér til að skoða heimslista BWF.

Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson

Skrifað 11. desember, 2008
ALS