Ăfingab˙­ir yngri landsli­a um helgina

Landsliðsþjálfarinn í badminton, Árni Þór Hallgrímsson, hefur boðað til landsliðsæfinga um næstu helgi. Um er að ræða æfingar hjá úrvali leikmanna úr U15 og U17 aldursflokkunum. Tvær æfingar verða á laugardag og tvær á sunnudag fyrir hvorn hóp.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

Laugardagurinn 13.desember
kl.11.00-12.30 U17
kl.12.30-14.00 U15
kl. 14.30-16.00 U17
kl. 16.00-17.30 U15

Sunnudagurinn 14.desember
kl. 9.00-10.30 U17
kl. 10.30-12.00 U15
kl. 13.00-14.30 U17
kl. 14.30-16.00 U15

Leikmenn sem boðaðir eru á æfingarnar um helgina koma frá félögum víðsvegar af landinu þar á meðal Siglufirði, Akureyri og Hveragerði.

Skrifa­ 9. desember, 2008
ALS