Magnús úr í einliðaleik

Magnús Ingi Helgason hefur lokið þátttöku sinni í einliðaleik á alþjóðlega badmintonmótinu Yonex Irish International. Hann lék í 16-liða úrslitum mótsins síðdegis í dag gegn Gabriel Ulldahl frá Svíþjóð. Ulldahl sigraði viðureignina nokkuð örugglega 21-9 og 21-14.

Í kvöld kl. 19.00 hefja þeir Magnús Ingi og Helgi Jóhannesson keppni í tvíliðaleik. Andstæðingar Magnúsar og Helga eru Matevz Bajuk og Ales Murn frá Slóvakíu. Á pappírunum teljast Magnús og Helgi sigurstranglegri gegn Bajuk og Murn enda hafa þeir sigrað á tveimur alþjóðlegum mótum í haust á Kýpur og í Slóvakíu.

Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Yonex Irish International.

Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason

Skrifað 5. desember, 2008
ALS