Magnús Ingi í 16-liða úrslit

Magnús Ingi Helgason er kominn í 16-liða úrslit í einliðaleik á alþjóðlega badmintonmótinu Yonex Irish International.

Í fyrstu umferð og 32-liða úrslitum mótsins mætti Magnús Ingi Englendingnum Arthur Cheung. Englendingurinn vann í gær tvo andstæðinga í undankeppni mótsins og komst þannig inní aðal mótið. Magnús Ingi var alltaf sterkari aðilinn í leik þeirra Cheung og sigraði 21-18 og 21-13.

Í 16-liða úrslitum mætir Magnús Ingi Gabriel Ulldahl frá Svíþjóð. Á pappírunum telst Ulldahl sigurstanglegri en hann er númer 149 á heimslistanum en Magnús Ingi er númer 276.

Síðar í dag leika þeir Magnús Ingi og Helgi Jóhannesson tvíliðaleik í Dublin. Smellið hér til að fylgjast með gangi mála.

Magnús Ingi Helgason

Skrifað 5. desember, 2008
ALS