Sigur og tap hjá Helga

Íslandsmeistarinn Helgi Jóhannesson tók þátt í undankeppni einliðaleiks á alþjóðlega badmintonmótinu Yonex Irish International í dag.

Í fyrstu umferð mætti Helgi Kevin Kerrigan frá Írlandi. Kerrigan var tekin í kennslustund af Íslandsmeistaranum sem sigraði með miklum yfirburðum 21-6 og 21-6. Í annari umferð mætti Helgi Norðmanninum Philip How Aarhus. Leikurinn var nokkuð jafn en endaði með sigri Norðmannsins 21-18 og 21-16.

Helgi hefur þar með lokið þátttöku sinni á mótinu í einliðaleik. Á morgun föstudag taka Helgi og Magnús Ingi Helgason þátt í tvíliðaleik og Magnús Ingi hefur keppni í einliðaleik. Smellið hér til að fylgjast með gangi mála á Yonex Irish International.

Helgi Jóhannesson og Árni Þór Hallgrímsson, landsliðsþjálfari.

Skrifađ 4. desember, 2008
ALS