Katrín og Atli međ forystu á Stjörnumótaröđinni

Keppni á Stjörnumótaröð BSÍ er í fullum gangi um þessar mundir. Nú hafa tvö mót af níu mótum mótaraðarinnar farið fram, TBR Opið og Óskarsmótið. Eftir þessi fyrstu tvö mót eru það TBR-ingarnir Katrín Atladóttir og Atli Jóhannesson sem eru með forystu í meistaraflokknum. Í A-flokknum eru það Una Harðardóttir ÍA og Heiðar B. Sigurjónsson BH sem eru með forystu. Næsta mót á Stjörnumótaröð BSÍ fer fram á Akranesi um næstu helgi en það er Atlamótið sem fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar um mótaröðina og stöðu efstu leikmanna má finna með því að smella hér.
Skrifađ 23. oktober, 2007
ALS