Reykjavíkurmót unglinga

Fyrsta badmintonmót vetrarins, Reykjavíkurmót unglinga, fór fram í TBR-húsunum á laugardaginn. Alls voru 93 keppendur skráðir í mótið frá fimm badmintonfélögum.

Þrír leikmenn unnu það afrek að sigra allar greinar í sínum flokkum þ.e. einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Það voru þau Margrét Jóhannsdóttir og Gunnar Bjarki Björnsson úr TBR sem bæði unnu þrefalt í U13 flokknum og Róbert Þór Henn frá ÍA sem vann þrefalt í U19 flokknum.

Sérstaklega gaman var að sjá hversu mikill fjöldi leikmanna í flokknum U17 drengja og telpna og U19 pilta skilar sér til keppni aftur á nýjum vetri. Margir mjög efnilegir leikmenn þar á ferð. Brottfallið vill oft verða mikið í þessum aldursflokkum en svo virðist ekki vera í þessu tilviki. Frábær fengur að hafa þessa góðu íþróttamenn innan raða badmintoníþróttarinnar.

Hægt er að skoða úrslit mótsins með því að smella hér. Ef smellt er á nöfn einstakra leikmanna í úrslitum mótsins má sjá allskyns skemmtilega tölfræði um árangur viðkomandi í mótinu þ.e. fjöldi unninna leikja og lotna, meðalfjöldi stiga í hverjum leik o.fl.

Myndir frá verðlaunaafhendingu má sjá á heimasíðu TBR www.tbr.is eða með því að smella hér.

Skrifađ 24. september, 2007
ALS