Dregi­ Ý HappdrŠtti BS═

Undanfarnar vikur hafa badmintonspilarar um allt land selt miða í Happdrætti BSÍ. Salan hefur gengið nokkuð vel og hafa einstaka sölumenn verið svo öflugir að selja allt að 80 miða hver. Allur ágóði happdrættisins rennur í landsliðs- og útbreiðslustarf sambandsins.

Dregið var í Happdrætti BSÍ í gær. Hægt er að skoða vinningsnúmer með því að smella hér. Vinningshafar eru vinsamlega beðnir að vitja vinninga með því að senda tölvupóst á bsi@badminton.is eða hringja í síma 897 4184.

Badmintonsambandið þakkar öllum sem keyptu miða fyrir stuðninginn og öflugu sölufólki fyrir þeirra góðu vinnu.

Skrifa­ 2. desember, 2008
ALS